Ruddalegt að vera hoppandi

AP

Google.com býður fólki að þýða texta úr einu tungu­máli á annað. Slík­ar þýðing­ar ber að taka með mikl­um fyr­ir­vara. Það er aug­ljós­lega rétt, sem haft var eft­ir Þor­birni Brodda­syni pró­fess­or fyrr í vik­unni, að seint kæmi gull­ald­artexti úr slík­um þýðing­um.

Maður nokk­ur, sem sló inn setn­ing­una „Ég er hopp­andi kát­ur“ varð held­ur en ekki undr­andi þegar enska þýðing­in reynd­ist vera „Holy shit, I am gay“ (Fjand­inn sjálf­ur, ég er sam­kyn­hneigður).

Hann ákvað að prófa að þýða sömu setn­ingu yfir á dönsku, en þar varð út­kom­an „Hold da kæft jeg er bös­se“ svo Google-þýðing­in var sjálfri sér sam­kvæm í vit­leys­unni og full­yrti, með blóti og for­mæl­ing­um, að maður­inn væri í raun og sann sam­kyn­hneigður.

Þegar þýðing­unni var snúið upp á Google og rituð inn setn­ing­in „Fjand­inn sjálf­ur, ég er sam­kyn­hneigður!“ þá svar­ar Google um hæl á ensku: „Follow me, I'm gay“ (Fylgið mér, ég er sam­kyn­hneigður). Ekk­ert hægt að hnika herra Google frá þeim hug­leiðing­un­um.

Til að láta enn reyna á hoppið var sleg­in inn setn­ing­in: „Þetta er hopp­andi kan­ína“ og þá kom þýðing­in „This is holy shit rabbit.“ Orðið „hopp­andi“ er því ekki fyr­ir viðkvæma og best að láta Google ekki kom­ast í tæri við það.

Hel­vít­is mánu­dag­ar

„Útrás­ar­vík­ing­ur með kúlu­lán“ var Google ofviða, eins og illa inn­rætt­ur skríbent hafði raun­ar reiknað með. Þýðing­in var með öllu óskilj­an­leg: „Film with Kúlulaks­ur.“ Er Google kannski að gefa í skyn að út­rás­ar­vík­ing­arn­ir hafi ekki verið raun­veru­leg­ir? Þeir hafi bara verið sýnd­ar­veru­leiki, eins og í bíó­mynd?

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert