Bandarískur skemmtivefur notar íslenska tækni

Vefur ColegeHumor.
Vefur ColegeHumor.

Bandaríska vefsetrið CollegeHumor opnar um helgina nýjan farsímavef sem byggður er á íslenskri tækni. Er farsímavefurinn  byggður á lausn sprotafyrirtækisins Mobilitus og er sá fyrsti í röð nokkura vefja í eigu Interactive Corp, móðurfélags CollegeHumor, sem byggðir verða á tækni Mobilitus.

Fram kemur í tilkynninug frá Mobilitus að Síminn aðstoði Mobilitus við lokaprófanir með því að veita viðskiptavinum sínum aðgang að síðunni frá farsímavefnum M. Tengil er að finna undir liðnum 5 mínútur  og er hann merktur CollegeHumor.

Fyrir rekur Mobilitus skeytaþjónustur fyrir bandaríska símfélagið Sprint.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert