Stórvarasamir sturtuhausar

Ný rann­sókn í Banda­ríkj­un­um hef­ur leitt í ljós að sturtu­haus­ar geta verið stút­full­ir af hættu­leg­um efn­um sem valdið geta sjúk­dóm­um og þar þrífst oft mik­ill bakt­eríu­gróður. Rann­sakaðir voru 50 haus­ar frá níu borg­um og tíðni sjúk­dómsvald­andi ör­vera reynd­ist 100 sinn­um hærri en al­mennt í neyslu­vatni.

 Í um 30% af sturtu­haus­un­um var um­tals­vert magn af ör­ver­um sem tengj­ast hættu­leg­um lungna­sjúk­dómi er nefn­ist mycobacteri­um avi­um, seg­ir í AFP-skeyti.

 Norm­an Pace, ör­veru­fræðing­ur við Col­orado-há­skóla, sem annaðist rann­sókn­ina, sagði að vatn sem þeytt­ist niður úr sturtu­hausn­um myndaði oft afar litla dropa sem ættu greiðan aðgang að innstu kim­um lungn­anna. Þess vegna væri þessi ör­verumeng­un stór­vara­söm.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert