Verða rafbílar framleiddir hér?

Tesla Model S rafmagnsbíllinn fer í fjöldaframleiðslu 2011
Tesla Model S rafmagnsbíllinn fer í fjöldaframleiðslu 2011

Rune Haaland, formaður norska rafbílasambandsins NORSTART, vill sjá öflugra samstarf á milli Íslands og Noregs í þróun sjálfbærra samgangna. Hann leggur meðal annars til að rafmagnsbílar verði framleiddir á Íslandi.

Síðustu tuttugu árin hefur Rune Haaland unnið hörðum höndum við að greiða veg rafmagnsbílsins í Noregi en hann á stóran þátt í velgengni slíkra bíla þar í landi. Hefur hann meðal annars stuðlað að innleiðingu hvatakerfis fyrir rafbílaeigendur sem felur t.d. afnám ýmissa gjalda. Haaland hefur ekki síst lagt norskri rafmagnsbílaframleiðslu lið en í dag framleiða þrjú fyrirtæki í Noregi rafmagnsbíla og er allt útlit fyrir að sá iðnaður fari ört stækkandi á komandi árum.

Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni Driving Sustainability, sem hófst í gær á Hilton Reykjavík Nordica, sagði Haaland meðal annars að hann vildi sjá bætt skilyrði fyrir rafmagnsbílinn á Íslandi, eins og þau sem sett hafa verið í Noregi, og lagði meðal annars til að hér yrði hafin framleiðsla á slíkum bílum. Fram að þessu hefur ekki farið mikið fyrir slíkum hugmyndum hér landi og því urðu einhverjir ráðstefnugestir undrandi yfir þessari tillögu, einkum þeir íslensku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert