Græddu tönn í auga

00:00
00:00

Skurðlækn­um í Miami hef­ur tek­ist að gefa sex­tugri konu frá Mississippi aft­ur sjón með því að græða augn­tönn úr henni í miðju ann­ars augn­botns­ins. Tönn­in var síðan notuð sem grunn­ur fyr­ir linsu úr plasti og kona, sem missti sjón­ina fyr­ir 10 árum, gat lesið tveim vik­um síðar. 

Kon­an, Sharron ,,Kay" Thornt­on, fékk sjald­gæf­an sjúk­dóm sem olli tjóni á horn­himn­unni og varð hún al­veg blind. ,,Ég hlakka til að sjá yngstu barna­börn­in mín í fyrsta sinn," sagði Thornt­on og taldi aðgerðina vera krafta­verk.

  Um­rædd aðferð var fyrst notuð á Ítal­íu en þetta er í fyrsta sinn sem hún er notuð í Banda­ríkj­un­um. Fyrst eru lins­an og tönn­in grædd sam­an í húð sjúk­lings­ins á öxl eða í kinn til að þau geti tengst og lag­ast hvort að öðru í tvo mánuði. Síðan eru þau grædd í augn­botn­inn af mik­illi var­færni eft­ir marg­vís­leg­an ann­an und­ir­bún­ing.

Sneiðmynd af auga.
Sneiðmynd af auga.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert