Hvers vegna hrynja býflugnasamfélögin?

Íslenskir býflugnaræktendur.
Íslenskir býflugnaræktendur. Arnaldur Halldórsson

Skordýraeitur, vírusar, iðnvæðing landbúnaðarins, sveppir...hvað í ósköpunum drepur býflugurnar okkar?

Þannig er spurt á Apimondia, 41. heimsráðstefnunni um býflugnaræktun þar sem 10 þúsund býflugnabændur, skordýrafræðingar og fleiri þátttakendur hafa safnast saman í Montpellier í Suður-Frakklandi.

Um hluta N-Ameríku,  á svæðum í Evrópu og einnig hluta Asíu hafa býflugnabú orðið fyrir dularfullri sýkingu sem sérfræðingar hafa kalla Colony Collaps Disorder (CCD).  Við venjulegar aðstæður má reikna með að um 5% af býflugnastofninum drepist af náttúrlegum ástæðum, en í tilfelli CCD þá þurrkast út um þriðjungur, helmingur og jafnvel 90% af skordýrunum. Og það sem er einkennilegast að ekkert finnst af dauðri flugunni í grennd við býflugnabúið.

Fyrirbærið er áhyggjuefni fyrir býflugnaræktendur, margir þeirra smáræktendur eða áhugamenn um ræktunina og hafa því ekki styrk og stuðning sem aðrar greinar landbúnaðarins njóta. En sérfræðingar í fæðuöflun og umhverfisfræðingar eru einnig áhyggjufullir.

Vestræna hunangsbýflugan gegnir mikilvægu hlutverki í fæðukeðjunni með því að frjóvga næstum 100 tegundir jurta. Um þriðjungur fæðu á matardiskum okkar eru þangað komin fyrir tilstilli býflugunnar, Apis mellifera.

Samkvæmt sumum áætlunum er þessi fyrirferðalitla og lítt rómaða vinna býflugnanna meira en 200 milljarða dollara virði á ári hverju, og er það meðtalið að oft eru býflugnabú eru flutt inn á ræktunarsvæði gagnagert til að fræva nytjajurtir á ákveðnum tímum ársins. Villtar býflugur, leðurblökur og önnur slík skordýr eru einfaldlega ekki nógu margar til að ráða við verkefnið.

Svo að þegar hunangsbýflugunni og býflugnaræktun er ógnað, þá eru áhrif þess á stórtæka landbúnaðarframleiðslu viðblasandi. „Í Kína þurfa ávaxtabændur að handfræva aldingarða sína,“ segir Henri Clement, forseti landssamtaka franskra býflugnaræktenda.

Þrátt fyrir miklar rannsóknir eru ástæður CCD fyrirbærisins óljósar. Hugsanlegir sökudólgar gætu verið blóðsjúgandi smámaur sem nefnist varróa, einfrumungs sníkjusveppur sem kallast Nosema cerenae sem veldur blóðkreppusótt hjá býflugum og meindýraeyðir sem notaður er á ökrunum þar sem jurtirnar eru frævaðar af býflugum.

Í Evrópu hefur athyglin beinst að Asíugeitungi, aðskotaskortdýri, sem heldur sig nærri býflugnabúum, veiðir aumingja býfluguna á flugi og gleypir í sig.

Þrátt fyrir marga grunaða er enginn sakfelling enn, eða að minnsta kosti er enginn kenning sem getur skýrt með einföldum hætti hvers vegna býflugnasamfélög á svo mörgum stöðum í heiminum hrynja á sama tíma. Loftlagsbreytingarnar gætu einnig verið áhrifavaldur. Einn möguleiki er líka að CCD sé flókin vefur mismunandi orsakaþátta.

Vísindamenn hafa lagst í miklar rannsóknir, og til að mynda hefur Leeds-háskólinn hafið 3j ára rannsóknaráætlun til að kanna hvort fækkun býflugnanna eigi sér jarðbundnari skýringar en þær sem á undan voru nefndar - þ.e. skortur á fjölbreytni í kynlífi drottninganna.

Þá er athyglinni beint að því hvort skortur á mögulegum mökum þýði að erfðafræðilegri fjölbreytni búanna hraki og býflugan því þannig sjúkdómasæknari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert