IE finnur erfðabreytileika sem auka líkur á krabbameini

Íslensk erfðagreining segir að vísindamenn á vegum fyrirtækisins auk vísindamanna í Finnlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Spáni, hafi fundið fjóra breytileika í erfðamengi mannsins, sem auka mjög líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.

Þetta er í sjötta skiptið, sem ÍE   finnur erfðabreytileika sem eykur líkur á blöðruhálskrabbameini. Fyrirtækið segir, að frekari rannsóknir hafi sýnt fram á að þessa breytileika sé að finna í 1,5% karlmanna sem eigi 2,5 sinnum meira á hættu en aðrir að fá krabbamein í blöðruhálskirtli. Hægt sé að nýta þessar niðurstöður í greiningarprófum, sem IE hefur þróað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert