Loftmengun minnkar í kreppunni

Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatnsuppgufun, þá koltvísýringur (CO2), köfnunarefnistvíildi (NO2), og …
Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatnsuppgufun, þá koltvísýringur (CO2), köfnunarefnistvíildi (NO2), og metangas. Reuters

Fjár­málakrepp­an, sem verið hef­ur í heim­in­um und­an­farið ár, og ýms­ar ráðstaf­an­ir stjórn­valda, hafa valdið því að um­tals­vert hef­ur dregið úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda út í and­rúms­loftið á þessu ári.

Alþjóðaum­hverf­is­mála­stofn­un­in, IEA, seg­ir að lík­lega muni los­un kol­díoxíðs drag­ast sam­an um 2% á þessu ári. Yrði það mesti sam­drátt­ur á einu ári í 40 ár.  Aðgerðir, svo sem viðskipti með los­un­ar­kvóta, hafa dregið úr los­un en aðalástæðan er sú, að iðnfram­leiðsla og efna­hags­um­svif hafa dreg­ist sam­an.

Það kem­ur ekki á óvart að dregið hafi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á ár­inu en að sögn breska rík­is­út­varps­ins BBC var ekki bú­ist við svona mikl­um sam­drætti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert