Bósi Ljósár er nú orðinn sá geimfari sem lengst hefur dvalist út í geimnum en hann hefur nú verið þar í fimmtán mánuði, sem er 30 dögum lengur en nokkur manneskja.
Bósi, eða Buzz Lightyear, hefur dvalist í Discovery skutlunni og einnig í Alþjóðlegu geimstöðinni. Er það hluti af áætlun NASA til þess að fá börn til þess að leggja stund á vísindi. Áætlunin mun ganga vel.
Bósa var fylgt úr hlaði af félaga sínum Woody í maí 2008 en þá lagði hann af stað í sex mánaða ferðalag. Vinsældir Bósa í geimnum voru hins vegar slíkar að ákveðið var að framlengja vistina í geimnum. Sneri hann að lokum til baka þann 11. september í ár.
Bósi dvaldist því 467 daga í geimnum og slær þar með met Rússans Valeri Polyakov frá því árið 1994, en Polyakov dvaldist þar í 437 daga.
Skrúðganga honum til heiðurs verður haldin í næsta mánuði í Disney World. Honum til fulltingis verður Buzz Aldrin úr Apollo 11 leiðangrinum.