Vatn fannst á tunglinu

Fundurinn þykir gefa góð fyrirheit um möguleika geimfara að búa …
Fundurinn þykir gefa góð fyrirheit um möguleika geimfara að búa á tunglinu. Reuters

Það hef­ur komið vís­inda­mönn­um á óvart hversu mikið vatn er að finna í jarðvegi á tungl­inu. Þrjú geim­för, m.a. ind­verska könn­un­ar­farið Chand­raya­an, hafa sýnt fram á að örþunn vatns­filma þeki agn­irn­ar sem mynda jarðveg­inn á tungl­inu.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að um mjög lítið magn sé að ræða. Upp­lýs­ing­arn­ar geti hins veg­ar reynst gagn­leg­ar fyr­ir geim­fara, sem vilji búa á tungl­inu.

„Ef þú ert með einn kúbik­metra af tunglj­arðvegi þá gæt­irðu kreist hann og fengið einn lítra af vatni,“ seg­ir banda­ríski vís­indamaður­inn Larry Tayl­or.

Hingað til gátu vís­inda­menn­irn­ir ekki úti­lokað að vatnið, sem mæld­ist í jarðvegs­sýn­un­um sem var safnað sam­an í Apollo-geim­ferðunum, hafi kom­ist í jarðveg­inn eft­ir kom­una til jarðar.

Nú hef­ur Chand­raya­an-1 könn­un­ar­farið, sem er fyrsta geim­farið sem Ind­verj­ar senda á spor­baug um tunglið, staðfest að vatn sé að finna á tungl­inu.

Tveir gervi­hnett­ir til viðbót­ar, Deep Impact hnött­ur Banda­ríkj­anna, og evr­ópski Cass­ini hnött­ur­inn, stutt niður­stöður Chand­raya­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert