Fiskum fækkar í Yangzte

Kínsversk spaðastyrja.
Kínsversk spaðastyrja.

Ótt­ast er að kín­versk spaðastyrja, einn stærsti ferskvatns­fisk­ur í heimi, sé að verða út­dauður. Sex ár eru síðan slík­ur fisk­ur sást síðast lif­andi í Yangzte fljót­inu í Kína og þótt hugs­an­legt sé að enn séu til slík­ir fisk­ar í ánni er framtíð þess­ar­ar fiski­teg­und­ar svört. 

Sér­stök höfr­unga­teg­und, sem lengi fannst í Yangzte fljót­inu var lýst út­dauð fyr­ir nokkr­um árum. 

Spaðastyrj­an í Yangzte get­ur orðið allt að 7 metra löng. Talið er að fisk­ur­inn haf­ist hluta árs­ins við í sjón­um en syndi síðan upp í ána til að hrygna en afar lítið er vitað um lifnaðar­hætti fisks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert