Ókeypis öryggishugbúnaður frá Microsoft

Reuters

Microsoft hefur sent frá sér öryggishugbúnað sem almenningur getur sótt ókeypis á netinu. Frá og með deginum í dag munu Windows-notendur geta sótt hlaðið niður hugbúnaðinum á vef Microsoft.

Um er að ræða hefðbundna vírusvörn og vörn gegn svokölluðum trójuhestum og njósna- og þjófnaðarhugbúnaði.

Essentials-hugbúnaðurinn er önnur tilraun Microsoft að ná árangri í því að gefa út vírusvörn í eigin nafni.

Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eiga allir að geta nálgast hugbúnaðinn og notað hann. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til að geta notað hann og þá eru engin tímamörk á notkuninni.

Vefur Microsoft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert