Trúður í geimnum

Kanadíski auðkýfingurinn Guy Laliberte, sem er stofnandi sirkussins Cirque de Soleil, greiddi 35 milljónir dala (rúma 4 milljarða kr.) til að fá tækifæri til að gerast geimferðamaður. Hann segir að ferðin hafi verið auranna virði.

Laliberte hyggst nýta fjölmiðlaumfjöllunina til að vekja athygli á mikilvægi þess að jarðarbúar hafi aðgang að hreinu vatni.

Laliberte, sem er eldgleypir og hefur verið kallaður fyrsti geimtrúðurinn, mun koma fram í beinni útsendingu á netinu á föstudag, en kappar á borð við Al Gore og írsku rokkarana í U2 munu einnig koma fram í útsendingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert