Vel menntaðar konur lifa lengur

Ný rannsókn gefur til kynna að vel menntaðar konur lifi …
Ný rannsókn gefur til kynna að vel menntaðar konur lifi lengur, og makar þeirra einnig, en þær sem hafa aðeins lokið framhaldsskóla. Ómar Óskarsson

Sænsk rannsókn hefur leitt í ljós að séu konur vel menntaðar eru þær líklegri til að auka möguleika sína og maka síns á löngu lífi. 25% líklegra sé að maki konu, sem hefur aðeins lokið framhaldsskólaprófi, deyi ungur en maki konu, sem hefur lokið háskólanámi.

Vísindamenn telja að vel menntaðar konur séu líklegri til að átta sig á heilsufarslegum ógnum sem geta steðjað að fjölskyldumeðlimum og bregðast við þeim.

Gerð var könnun á 1,5 milljónum Svía á vinnumarkaðnum, á aldrinum 30-59 ára. Niðurstöður hennar benda einnig til að í tilfelli karlmanna séu það tekjur þeirra og félagsleg staða sem hafa áhrif á hversu lengi konur lifa. Menntun kvenna og félagsleg staða þeirra höfðu þó meiri áhrif á lífslíkur karla en menntun karlanna sjálfra. Þá er 53% líklegra að kona, sem hefur aðeins lokið framhaldsskóla, deyi fyrir aldur fram en langskólagengin kona.

Dr. Robert Erikson, sem stjórnaði rannsókninni, sagði: „Yfirleitt taka konur meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og þar af leiðandi hefur menntun konunnar meiri áhrif á lífsstíl fjölskyldunnar en menntun karlsins,  t.d. þegar kemur að hollu mataræði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert