Nk. föstudag mun tveggja tonna skeyti, á stærð við stóran jeppa eða pallbíl, rekast á tunglið. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum Stjörnufræðivefjarins að þetta muni gerast kl. 11:30 að íslenskum tíma.
Fram kemur að skeytið sé efsta stig eldflaugarinnar sem hafi komið Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) og LCROSS (Lunar CRater Observation and Sensing Satellite) út í geiminn til að byrja með. Það muni rekast á tunglið á tvöföldum hraða byssukúlu (9000 km á klukkustund) og myndi við það 30 metra breiðan og 5 metra djúpan gíg.
Fyrirhugaður árekstur verði í gígnum Cabeus á suðurpól tunglsins. Cabeus sé gígur sem njóti aldrei sólarljóss og á botni hans gæti leynst vatnsís.
Ítarlegri upplýsingar er að finna hér.