Nýr hringur um Satúrnus

Mynd af Satúrnusi sem Hubble sjónaukinn sendi til jarðar.
Mynd af Satúrnusi sem Hubble sjónaukinn sendi til jarðar.

Stjarn­fræðing­ar hafa upp­götvað nýj­an risa­stór­an hring um­hverf­is reiki­stjörn­una Sa­t­úrn­us. Telja þeir að hring­inn megi rekja til lít­ils fjar­lægs tungls, sem er á braut um­hverf­is plán­et­una.

Fjallað er um þetta í breska vís­inda­tíma­rit­inu Nature í dag. Þar kem­ur fram að tunglið, sem nefnt er Phoe­be, sé aðeins um 214 km í þver­mál en frá því stafi mikið magn af ryki og ís sem myndi hring­inn, þann stærsta sem vitað er um í sól­kerf­inu.

Hring­ur­inn hefst um það bil 6 km frá Sa­t­úrn­usi og nær í 12 millj­ón­ir kíló­metra út í geim­inn en inn­an spor­braut­ar Phoe­be. 

Til þessa var talið að stærstu hring­ir í sól­kerf­inu væru svo­nefnd­ir köngu­ló­ar­vefs­hring­ir, sem eru um­hverf­is Júpíter, stærstu reiki­stjörn­una, og Sa­t­úrn­us. Hring­ur Phoe­be er mun daufari en þess­ir hring­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert