Nýr hringur um Satúrnus

Mynd af Satúrnusi sem Hubble sjónaukinn sendi til jarðar.
Mynd af Satúrnusi sem Hubble sjónaukinn sendi til jarðar.

Stjarnfræðingar hafa uppgötvað nýjan risastóran hring umhverfis reikistjörnuna Satúrnus. Telja þeir að hringinn megi rekja til lítils fjarlægs tungls, sem er á braut umhverfis plánetuna.

Fjallað er um þetta í breska vísindatímaritinu Nature í dag. Þar kemur fram að tunglið, sem nefnt er Phoebe, sé aðeins um 214 km í þvermál en frá því stafi mikið magn af ryki og ís sem myndi hringinn, þann stærsta sem vitað er um í sólkerfinu.

Hringurinn hefst um það bil 6 km frá Satúrnusi og nær í 12 milljónir kílómetra út í geiminn en innan sporbrautar Phoebe. 

Til þessa var talið að stærstu hringir í sólkerfinu væru svonefndir köngulóarvefshringir, sem eru umhverfis Júpíter, stærstu reikistjörnuna, og Satúrnus. Hringur Phoebe er mun daufari en þessir hringir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert