Tvö geimför skella á tunglinu

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur látið tvö ómönnuð geimför lenda á tunglinu. Um er að ræða tilraun til að leiða í ljós hvort frosið vatn sé að finna á tunglinu.

Fyrst var 2,2 tonna þung eldflaug látið lenda af afli í Cabeusgígnum á suðurpól tunglsins. Annað geimfar með vísindatæki innanborðs, fylgdi í kjölfarið til að mæla ryk sem þyrlaðist upp þegar eldflaugin skall á tunglinu. Áætlað var að um 350 tonn af ryki myndu þyrlast upp í allt að 10 km hæð.

Tölvumynd af árekstrinum.
Tölvumynd af árekstrinum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert