„Geimtrúðurinn" lentur

Kanadíski auðkýfingurinn Guy Laliberte lenti í morgun í Kasakstan ásamt tveimur geimförum eftir hálfsmánaðar ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Laliberte, sem sjálfur sagðist vera fyrsti geimtrúðurinn, nýtti geimferð sýna til að vekja athygli á vatnsskorti í heiminum. 

Að sögn rússneskra fréttastofa tókst lendingin vel.  Á sjónvarpsmyndum sást Laliberte koma út úr geimfarinu með rautt trúðanef, sem hann hefur verið með mestan hluta ferðarinnar.

Ásamt Laliberte komu rússneski geimfarinn Gennadí Padalka og bandaríski geimfarinn Michael Barratt til jarðar úr geimstöðinni. Þar eru nú sex geimfarar.

Laliberte stofnaði fjölleikahúsið Cirque du Soleil. Hann hefur m.a. unnið fyrir sér sem eldgleypir og trúður.

Guy Laliberte var hinn kátasti eftir geimferðina.
Guy Laliberte var hinn kátasti eftir geimferðina. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert