Vatn hefur sömu áhrif og súkkulaði

Áhrif súkkulaðis eru vel þekkt en nú sýna rannsóknir að …
Áhrif súkkulaðis eru vel þekkt en nú sýna rannsóknir að vatnsdrykkja hafi sömu áhrif í heilanum mbl.is/Arnaldur

Súkkulaði virkjar þann hluta heimans sem deyfir sársauka og gerir það jafnframt erfitt að hætta að borða, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Journal of Neuroscience í dag. Rannsóknin sýnir hinsvegar líka að vatn hefur sömu áhrif án þess þó að auka hættuna á offitu.

Rannsóknin fór þannig fram að tilraunarottum var gefin ýmist súkkulaðibiti eða vatn að drekku á sama tíma og kveikt var á ljósaperu undir búrunum þeirra. Hitinn sem stafaði frá perunum varð yfirleitt til þess að rotturnar lyftu löppunum, en þegar þær borðuðu súkkulaði eða drukku vatn deyfðust sársaukaskynjarar og þær lyftu löppunum ekki eins fljótt eins og þegar þær fengu ekkert. Þær héldu líka áfram að borða. 

Vísindamaðurinn Peggy Mason segir að með því að borða örvist sá hluti heilans sem stjórni ómeðvituðum viðbrögðum, sem verði til þess að deyfa sársauka. Þetta náttúrulega verkjalyf kann að koma villtum dýrum til góða en fyrir nútímamanneskjur getur þetta leitt til þess að fólk borði yfir sig og fitni óhóflega. 

„Náttúran hagaði málum þannig að það væri erfitt að hætta að borða með því að láta matinn ekki drjúpa af hverju strái, sérstaklega ekki orkuríkan, fituríkan mat. Í nútímamenningu höfum við algjörlega ruglað þessu fyrirkomulagi,“  hefur AFP eftir Mason.

„Það ódýrasta sem fólk getur komið höndum yfir í dag er orkuríkur matur og þegar þú ert kominn með það í hendurnar á annað borð þá muntu ekki hætta. Þú ert dæmdur til þess að halda áfram að borða vegna áhrifanna í heilanum.“ Hingað til hafa rannsóknir aðeins sýnt fram á tengsl sársaukadeyfingar við sætan mat, en rotturnar í þessari nýjustu rannsókn sýndu sömu viðbrögð þegar þær drukku vatn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert