Biðst afsökunar á //

Sir Tim Berners-Lee.
Sir Tim Berners-Lee. AP

Breski tölvu­fræðing­ur­inn Tim Berners-Lee, sem bjó til ver­ald­ar­vef­inn með það fyr­ir aug­um að auðvelda vís­inda­mönn­um að skipt­ast á upp­lýs­ing­um og gögn­um, viður­kenn­ir í blaðaviðtali í dag að skástrik­in tvö, //, sem eru í öll­um vef­slóðum, hafi í raun verið óþörf.

„Þar hafið þið það, þetta virt­ist vera góð hug­mynd á sín­um tíma," seg­ir Berners-Lee á ráðstefnu í Washingt­on í síðustu viku. Breska blaðið The Times seg­ir frá þessu í dag.

Berners-Lee viður­kenndi að þegar hann hannaði vef­inn fyr­ir nærri 30 árum hefði hann ekki haft hug­mynd um að skástrik­in tvö myndu valda jafn mikl­um deil­um og raun­in hef­ur orðið á og ljóst að þau hafi leitt til sóun­ar á tíma, bleki og papp­ír. 

Frétt The Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert