Alls telja 75% þeirra sem tóku þátt í könnun meðal ungmenna á aldrinum 16-24 ára í Bretlandi, að þau geti ekki lifað án netsins. Í skýrslu sem gefin var út af samtökunum YouthNet um niðurstöðu könnunarinnar kemur fram að fjórir af hverjum fimm leita á náðir netsins eftir ráðgjöf. Þriðjungur þeirra taldi sig ekki þurfa að ræða við aðra augliti til auglitis um vandamál sín þar sem hægt væri að leita aðstoðar á netinu. Fjallað verður um skýrsluna í breska þinginu í dag.
Þrátt fyrir fréttir um lélegt öryggi á netinu þá taldi 76% aðspurðra að netið væri öruggur staður til að vera á svo lengi sem þú vissir hvað þú værir að gera.