Græn svæði bæta geðgæði

Allt er vænt sem vel er grænt.
Allt er vænt sem vel er grænt. mbl.is/Árni Sæberg

Hollenskir vísindamenn segja að nálægð við græn svæði hafi jákvæð áhrif á heilsu fólks. Fram kemur í rannsókn, sem er birt í Journal of Epidemiology and Community Health, að áhrifin séu einna helst merkjanlega á geðheilsu fólks, þ.e. hlutfall þeirra sem greinist með geðsjúkdóma lækki.

Þá kemur fram að þetta hafi einnig jákvæð áhrif á ýmsa líkamlega sjúkdóma, þ.e. þeir sem búi við græn svæði glími við færri kvilla. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Vísindamenn við VU háskólasjúkrahúsið í Amsterdam í Hollandi rannsökuðu heilbrigðisgögn 350.000 sjúklinga, sem voru skráðir hjá 195 heimilislæknum í Hollandi. Aðeins voru skoðun gögn sjúklinga sem höfðu verið 12 mánuði eða lengur hjá sínum lækni. Því í rannsókninni er gengið út frá því að eitt ár sé sá lágmarkstími eigi umhverfi að hafa mælanleg áhrif á íbúana.

Hlutfall grænna svæða í nágrenni við heimili sjúklinganna voru mæld, þ.e. græn svæði sem voru á bilinu í eins til þriggja km radís frá heimili fólksins.

Fram kemur að jákvæð áhrif umhverfisins á heilsu fólks hafi aðeins mælst hjá fólki sem bjó innan við einn km frá grænu svæði. Þetta hafi haft góð áhrif á flesta kvilla en þó aðallega á geðheilsu fólks, þ.e. þunglyndi og kvíða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka