Norðurskautsísinn verður horfinn eftir áratug

Hafís við Norðurpólinn þynnist og minnkar.
Hafís við Norðurpólinn þynnist og minnkar. Morgunblaðið/Einar Falur

Haldi fram sem horfir mun Norðurskautssvæðið verða opið haf og nánast laust við hafís innan áratugar, samkvæmt mati vísindamanna sem rannsakað hafa ísinn í norðurhöfum.

Ísþekja yfir sumarmánuðina verður horfin með öllu innan tveggja áratuga. Minnkunin mun að mestu eiga sér stað fyrir árið 2020 og ætti Íshafið því að verða opið fyrir siglingar flutningaskipa á þeim tíma.

Svokölluðu Catlin-rannsóknarleiðangri á Norðurskautssvæðinu er lokið en í honum var ástand Norðurskautsíssins rannsakað og metið.

Boranir og mælingar benda til þess að ísinn sé að langmestu leyti tiltölulega ungur, eða innan við ársgamall. Það sé breyting frá því sem áður var er íshellan hafi fyrst og fremst verið mynduð af gömlum og þykkum fjölærum ís.

„Sumarísþekjan verður horfin með öllu innan 20-30 ára. Þá verður þar verður engin hafís.  Það verður hægt að sigla hindrunarlaust um Norðurskautssvæðið frá Beringshafi til Atlantshafs,“ segir breski prófessorinn Peter Wadhams, yfirmaður Catlin-leiðangursins.

Haraldur Örn Ólafsson á norðurpólnum árið 2000. Öðru vísi er …
Haraldur Örn Ólafsson á norðurpólnum árið 2000. Öðru vísi er þar umhorfs nú. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert