NASA gerir tilraunir með nýja eldflaug

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, býr sig undir að skjóta nýjum Ares I-X eldflaugum á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Kanaveralhöfða í Flórída. Þær eiga að fara í loftið 27. október nk.

Yfirmenn NASA segja að tilgangur ferðinnar sé að mæla flaugarnar, fylgjast grannt með vélbúnaði og öðrum sem fylgi geimskotinu á jörðu niðri.

Fram kemur á fréttavef Reuters að leggi bandarísk stjórnvöld blessun sína yfir Ares-áætlunina þá muni eldflaugarnar taka við af núverandi sprengihleðslum sem notaðar eru til að skjóta geimferjum út fyrir gufuhvolf jarðar. Innan fimm ára gætu nýju eldflaugarnar flutt geimfara og búnað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 

Þá er stefnt að því að flaugarnar verði notaðar í allar mannaðar geimferðir í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert