Sala á Windows 7 að hefjast

Sala á Windows 7, nýrri út­gáfu af stýri­kerf­inu frá Microsoft, hefst á morg­un. Í kerf­inu er m.a. tekið til­lit til auk­inn­ar marg­miðlun­ar og þess, að tölvu­not­end­ur eru í aukn­um mæli farn­ir að geyma skrár og upp­lýs­ing­ar á net­inu frek­ar en í tölv­unni sjálfri.

Microsoft hef­ur stund­um haft mikið við þegar byrjað er að selja nýj­ar út­gáf­ur af Windows. Meðal ann­ars hafa hljóm­sveit­in Roll­ing Stones og grín­ar­inn Jerry Sein­feld verið ráðin til að hefja söl­una en í þetta sinn verður ekki mikið um hátíðar­höld.  Fyr­ir­tækið hef­ur þó kynnt nýja stýri­kerfið með ýms­um hætti og m.a. flaggað Goðafossi í kynn­ing­ar­mynd­skeiði á vef sín­um. 

Þrjú ár eru liðin frá því Microsoft setti stýri­kerfið Windows Vista á markað en þótt sú út­gáfa hafi selst vel hef­ur hef­ur hún sætt gagn­rýni fyr­ir að þurfa mikið vinnslum­inni. Windows 7 er hins veg­ar hannað fyr­ir ódýr­ar litl­ar far­tölv­ur, sem notið hafa sí­vax­andi vin­sælda. 

Windows 7 verður selt í sex út­gáf­um, þar á meðal Home Premium fyr­ir venju­lega tölvu­not­end­ur og Professi­onal, sem ætlað er fyr­ir­tækj­um. 

Heimasíða Microsoft á Íslandi 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert