Sala á Windows 7 að hefjast

Sala á Windows 7, nýrri útgáfu af stýrikerfinu frá Microsoft, hefst á morgun. Í kerfinu er m.a. tekið tillit til aukinnar margmiðlunar og þess, að tölvunotendur eru í auknum mæli farnir að geyma skrár og upplýsingar á netinu frekar en í tölvunni sjálfri.

Microsoft hefur stundum haft mikið við þegar byrjað er að selja nýjar útgáfur af Windows. Meðal annars hafa hljómsveitin Rolling Stones og grínarinn Jerry Seinfeld verið ráðin til að hefja söluna en í þetta sinn verður ekki mikið um hátíðarhöld.  Fyrirtækið hefur þó kynnt nýja stýrikerfið með ýmsum hætti og m.a. flaggað Goðafossi í kynningarmyndskeiði á vef sínum. 

Þrjú ár eru liðin frá því Microsoft setti stýrikerfið Windows Vista á markað en þótt sú útgáfa hafi selst vel hefur hefur hún sætt gagnrýni fyrir að þurfa mikið vinnsluminni. Windows 7 er hins vegar hannað fyrir ódýrar litlar fartölvur, sem notið hafa sívaxandi vinsælda. 

Windows 7 verður selt í sex útgáfum, þar á meðal Home Premium fyrir venjulega tölvunotendur og Professional, sem ætlað er fyrirtækjum. 

Heimasíða Microsoft á Íslandi 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka