Windows 7 kostar um 20.000

Ein­stak­lingsút­gáf­an af Windows 7, nýj­ustu út­gáf­unni af Windows stýri­kerfi Microsoft, mun kosta í kring­um 19-20.000 krón­ur út úr búð hér á landi. Hefst sal­an á stýri­kerf­inu á morg­un.

Talsmaður Microsoft á Íslandi seg­ir að sölu­verðið hér jafn­ist á við það sem ger­ist og geng­ur í Evr­ópu, þrátt fyr­ir lágt gengi krón­unn­ar. Ástæðan sé hið svo­kallaða Microsoft gengi á krón­unni, en sam­kvæmt því fara viðskipti við Microsoft fram á geng­inu 130 krón­ur á evr­una, en ekki rúm­um 180 krón­um, sem er gengi Seðlabanka Íslands. Væri farið eft­ir síðar­nefnda geng­inu væri sölu­verð ein­stak­lingsút­gáf­unn­ar lík­lega um 28.000 krón­ur.

Hall­dór Jörgens­son, fram­kvæmda­stjóri Microsoft Íslandi, seg­ir að vegna eft­ir­spurn­ar eft­ir nýja stýri­kerf­inu hafi ekki tek­ist að af­greiða all­ar pant­an­ir versl­ana í Evr­ópu í tæka tíð fyr­ir út­gáfu­dag. Þetta þýði m.a. að versl­an­ir á Íslandi munu hafa mjög tak­markað magn af Windows 7 pökk­um til sölu á út­gáfu­dag­inn. Fleiri send­ing­ar sé á leiðinni til lands­ins og eru þær vænt­an­leg­ar í versl­an­ir í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert