Nýtt hleðslutæki, sem á að virka fyrir allar gerðir farsíma, hefur fengið grænt ljós frá Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU), sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar.
GSMA, sem eru regnhlífasamtök farsímaiðnaðarins, telja að á hverju verði um 51.000 hleðslutæki úrelt. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Flest hleðslutæki í dag eru hönnuð fyrir ákveðna tegund farsíma, sem þýðir að þegar fólk kaupir sér nýjan síma þá fylgir nýtt hleðslutæki með. Það sé í flestum tilvikum hannað fyrir viðkomandi síma. Gamla hleðslutækið fer því á haugana, eða vonandi á næstu endurvinnslustöð.
GSMA spáir því að nýju hleðslutækið muni draga úr losun gróðurhúslofttegunda sem samsvarar 13,6 milljón tonnum á ársgrundvelli.
„Þetta er stórt skref í því að draga úr áhrifum farsímahleðslna á umhverfi,“ segir Malcolm Johnson, yfirmaður hjá ITU.