Bandbreiddin tvöfölduð

Síminn tengir Ísland nú umheiminum um fjóra sæstrengi.
Síminn tengir Ísland nú umheiminum um fjóra sæstrengi. Síminn

Sím­inn hef­ur nú tekið í notk­un út­landa­teng­ingu um nýja Danice sæ­streng­inn sem ligg­ur á milli Íslands og Dan­merk­ur.  Eft­ir þessa stækk­un hef­ur Sím­inn um það bil tvö­faldað band­breidd­ina til og frá Íslandi frá því í byrj­un þessa árs.

Í til­kynn­ingu frá Sím­an­um seg­ir að með teng­ing­unni sé Sím­inn í fyrsta sinn í 103 ára sæ­strengja­sögu  fyr­ir­tæk­is­ins með fjóra sæ­strengi tengda. Band­vídd­ar­geta og ör­yggi eru nú upp á það besta frá upp­hafi.  

Hinir þrír sæ­streng­irn­ir eru Farice, Cantat-3 og Green­land Conn­ect en Sím­inn tengd­ist þeim síðast­nefnda fyr­ir nokkr­um vik­um um Græn­land og vest­ur um haf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert