Bandbreiddin tvöfölduð

Síminn tengir Ísland nú umheiminum um fjóra sæstrengi.
Síminn tengir Ísland nú umheiminum um fjóra sæstrengi. Síminn

Síminn hefur nú tekið í notkun útlandatengingu um nýja Danice sæstrenginn sem liggur á milli Íslands og Danmerkur.  Eftir þessa stækkun hefur Síminn um það bil tvöfaldað bandbreiddina til og frá Íslandi frá því í byrjun þessa árs.

Í tilkynningu frá Símanum segir að með tengingunni sé Síminn í fyrsta sinn í 103 ára sæstrengjasögu  fyrirtækisins með fjóra sæstrengi tengda. Bandvíddargeta og öryggi eru nú upp á það besta frá upphafi.  

Hinir þrír sæstrengirnir eru Farice, Cantat-3 og Greenland Connect en Síminn tengdist þeim síðastnefnda fyrir nokkrum vikum um Grænland og vestur um haf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert