Pálmar á norðurhjara

Vísindamenn telja að svona hafi útsýnið verið á norðurhjaranum - …
Vísindamenn telja að svona hafi útsýnið verið á norðurhjaranum - fyrir meira en 50 milljón árum. Myndin er frá Flórída nútímans.

Á norðurheimskautssvæðinu var gróðurfar líklega svipað því sem nú gerist í Flórída í Bandaríkjunum, að mati Appy Sluijs við Utrecht-háskóla í Hollandi. Hann fer fyrir hópi vísindamanna sem hafa rannsakað setlög af hafsbotni um 500 km frá norðurpólnum.

Þar fundust leifar af pálmatrjám  sem uxu fyrir um 53,5 milljónum ára. Gróðurleifarnar benda til þess að meðalhiti köldustu mánaða á þessum slóðum á fyrrgreindum tíma hafi ekki verið undir 8°C, að því er fram kemur í grein vísindamannanna í Nature Geoscience og NTB fréttastofan greinir frá. Frost hefði gengið af pálmatrjánum dauðum.

Vísindamennirnir segja þessar niðurstöður brjóta í bága við ríkjandi veðurlíkön um loftslag á þessum slóðum.  Samkvæmt þeim fraus á hverjum vetri á norðurhjaranum. Niðurstöðurnar þykja gefa til kynna að vænta megi óvæntra veðurfarsbreytinga á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert