Slæmur akstur genunum að kenna?

Vettvangur bílslyss á þjóðvegi í Bretlandi.
Vettvangur bílslyss á þjóðvegi í Bretlandi. Reuters

Ný rannsókn í Bandaríkjunum bendir til þess að oft megi rekja slæman akstur til erfðabreytileika.

Rannsókn vísindamannsins Stevens Cramers, prófessors í taugasjúkdómafræði við Kaliforníuháskóla, leiddi í ljós að ökumenn með ákveðinn erfðabreytileika stóðu sig 30% verr en aðrir á prófi sem þeir þreyttu á akstursbraut. Um 30% Bandaríkjamanna eru með þennan erfðabreytileika, að sögn CNN-sjónvarpsins, sem segir þetta ef til vill skýra hvers vegna svo margir ökuníðingar séu á þjóðvegum Bandaríkjanna.

Breytileikinn tengist skorti á BDNF, prótíni sem verndar taugafrumur, auðveldar boðskipti milli frumna og stuðlar að góðu minni, að sögn CNN. Ökumenn með þennan erfðabreytileika hneigjast til þess að gleyma því sem þeir læra af mistökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert