Dularfullur bær birtist á kortavef Google

Argleton er kyrfilega merktur á Google Earth.
Argleton er kyrfilega merktur á Google Earth.

Netsérfræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir því, að bær að nafni Argleton hefur birst á kortavef Google. Samkvæmt kortavefnum er bærinn í Lancashire á vesturströnd Englands en þar sem Argleton er merktur á Google Maps og Google Earth eru aðeins grænir akrar. 

Fjallað er um þennan draugabæ í Sunday Telegraph um helgina. Ef leitað er að bænum á netinu koma upp heimilisföng fólks og fyrirtækja „í Argleton" og einnig vefsíður þar sem fólk fær leiðbeiningar um hvernig best sé að finna næsta kírópraktor eða jafnvel skipuleggja gönguferðir. Fólkið og fyrirtækin eru raunveruleg en eru annarstaðar innan saman póstnúmers. 

Google og fyrirtækið, sem sér vefnum fyrir upplýsingum, hafa ekki getað útskýrt hvers vegna þessi bær birtist á kortunum. Ein kenning er, að forritarar hafi bætt bænum við vísvitandi til að reyna að svæla út fyrirtæki sem brjóta höfundarrétt kortagerðarmannanna. 

Roy Baysfield, markaðsstjóri Edge Hill háskóla í nágrannabænum Ormskirk sagði að kunningi sinn hefði veitt þessu undarlega fyrirbæri athygli. Baysfield sagði við Telegraph að hann hefði fengið það á tilfinninguna að Argleton væri einhver dularfullur staður, ævintýrabær í annarri vídd og netið hefði töfrað fram. Hann ákvað því að fara á staðinn þar sem Argelton átti að standa en fann aðeins græna akra og ekkert dularfullt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert