Facebook metin á 810 milljarða króna

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Reuters

Samskiptavefurinn Facebook er verðmætasta netfyrirtækið, sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði. Að mati vefjarins  The Business Insider er Facebook nú metin á 6,5 milljarða dala, jafnvirði 810 milljarða króna.

Netsamfélagið hefur vaxið gríðarlega síðustu ár og netfyrirtæki, sem byrjuðu smátt, eru mörg orðin afar verðmæt. Mark Zuckerberg byrjaði með Facebook vefinn fyrri nokkrum árum til að halda utan um samskipti við vini sína í Harvardháskóla og síðan hefur vefsvæðið vaxið og dafnað afar hratt.

Haft er eftir Zuckerberg, að velta Facebook hafi verið 300-350 milljónir dala á síðasta ári, eða um 1 dalur á hvern skráðan notanda svæðisins. Í ár er áætlað að veltan verði um 500 milljónir dala. Facebook er byrjað að afla tekna en þær eru ekki miklar. 

Netalfræðiorðabókin Wikipedina er næst verðmætasta netfyrirtækið að mati The Business Insider. Þótt fyrirtækið sé skilgreint sem sjálfboðaþjónusta er það metið á 5 milljarða dala. Rekstarkostnaður er lítill vegna þess að notendur sjá sjálfir um að uppfæra netsvæðið.

Breski netveðbankinn Betfair er í þriðja sæti og er metið á 4,5 milljarða dala. Fyrirtækið er í hópi stærstu netveðbanka heims og velti yfir 500 milljónum dala árið 2008. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert