Ólympíuleikar fyrir vélmenni

Vélmenni frá Toyota.
Vélmenni frá Toyota. AP

Kínverjar eru nú að skipuleggja Ólympíuleika fyrir vélmenni, öðru nafni þjarka og verða þeir haldnir í borginni Harbin á næsta ári, að sögn vefs breska ríkisútvarpsins, BBC. Gert er ráð fyrir að vélmennin keppi í alls 16 ólíkum greinum, bæði hefðbundnum íþróttagreinum og einnig greinum sem höfða meira til vélmenna en margra annarra, til dæmis hreingerningum.

Þátttakendur verða að uppfylla það skilyrði að líkjast mönnum í útliti, verða að vera með tvær hendur og tvo fætur. Tæki sem notast við hjól í stað fóta verða bönnuð. Skipuleggjendurnir búast við því að yfir 100 háskólar víða um heim muni senda keppendur á leikana.

Harbin varð fyrir valinu sem keppnisstaður vegna þess að tækniháskóli borgarinnar ræður yfir teymi sem hefur rannsakað knattspyrnu og stýrir nú sigursælu liði vélmenna í þeirri grein. Hong Rongbing, prófessor við skólann, segir að markmiðið með leikunum sé að ýta undir uppfinningar og framleiðslu vélmenna sem hafi meiri sveigjanleika en tíðkast hefur í röðum þeirra.

Keppni milli vélmenna verður æ vinsælli, ein er nefnd Roboexotica. Þar sýna þjarkarnir m.a. snilld sína í að blanda kokkteila, kveikja í sígarettum og rabba á barnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert