Nýfædd börn gráta með hreim

Gráturinn gegnir mikilvægu hutverki í málþroska barna ef marka má …
Gráturinn gegnir mikilvægu hutverki í málþroska barna ef marka má rannsóknina.

Nýfædd börn byrja að læra móðurmálið strax í móðurkviði og gráta með hreim, samkvæmt nýrri rannsókn sem sagt er frá í National Geographic. Áður hefur verið sýnt fram á að fóstur heyra og venjast töluðu máli. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að börn sem heyra mörg ólík tungumál stuttu eftir fæðingu gefa yfirleitt til kynna að þeim líki best við það tungumál sem stendur næst því sem það heyrði á meðgöngunni.

Hæfileikinn til að þekkja tungumál annars vegar og „gráta það“ hinsvegar er tvennt ólikt. Í rannsókninni sem sagt er frá var grátur 60 heilbrigðra, nýfæddra barna rannsakaður, 30 þýskra barna og 30 franskra.

Í töluðu máli hækka Frakkar venjulega tóninn í enda orða og setninga á meðan Þjóðverjar gera hið gagnstæð. Með þetta í huga, auk þeirrar vitneskju að tónar og taktur skipta miklu máli í tungumálanámi, rannsökuðu vísindamennirnir við Würzburg háskóla í Þýskalandi tónana í grát hvítvoðunganna.

Í ljós kom að börnin tónuðu grátinn í takt við það tungumál sem þau höfðu heyrt í móðurkviði, sennilega í tilraun til að tengja við móður sína með því að herma eftir henni. Grátur frönsku barnanna endaði þannig á rísandi áherslu. Vísindamennirnir hafa því ályktað að hið langa ferli tungumálanáms hefjist með skynjun fóstursins á tónum. Þetta þykir einnig sýna fram á að grátur gegni mikilvægu hlutverki í málþroska barna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert