Tölvuormur hrellir iPhone-notendur

Reuters

Tölvu­orm­ur hrell­ir nú iP­ho­ne eig­end­ur í Ástr­al­íu, og er þetta í fyrsta sinn sem farsím­inn smit­ast af slík­um ormi. Um er að ræða for­rit sem dreif­ir sér sjálf­krafa. Það breyt­ir skjá­mynd sím­ans þannig að upp kem­ur mynd af popp­ar­an­um Rick Ast­ley ásamt skila­boðunum „ikee is never go­ing to give you up.“

Text­inn er vís­un í vin­sæl­asta smell Ast­leys, sem gerði það gott á ní­unda ára­tugn­um. 

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að orm­ur­inn, sem geng­ur und­ir nafn­inu „ikee“, smiti aðeins iP­ho­ne-síma sem búið sé að eiga við, þ.e. sem hafa verið aflæst­ir. Þá er venju­lega búið að fjar­lægja varn­ar­búnað frá Apple, sem fram­leiðir sím­ana, þannig að sím­inn geti keyrt hvaða hug­búnað sem er.

Sér­fræðing­ar segja að „ikee“ sé ekki skaðleg­ur. Þeir benda hins veg­ar á að skæðir og hættu­leg­ir vírus­ar geti fylgt í kjöl­farið.

Fram kem­ur að maður­inn á bak við ikee hafi birt hug­búðnaðarkóða um fjög­ur af­brigði orms­ins. Talið er að það muni leiða til þess að fleiri af­brigði verði til, sem geti mögu­lega valdið mun meiri usla held­ur en að breyta ein­fald­lega um mynd á skjá­borði sím­ans.

Orm­ur­inn er sagður vera vís­un í fyr­ir­bæri á net­inu sem kall­ast „Rickroll­ing“. Það geng­ur út á það að plata net­not­end­ur að smella á tengla, sem not­end­urn­ir telja að séu í lagi, með þeim af­leiðing­um að þeir enda á vefsíðu þar sem mynd­bandið við smell­inn „Never gonna give you up“ með Rick Ast­ley er sýnt.

Hingað til hef­ur orm­ur­inn aðeins sýkt ástr­alska síma, en hönnuður­inn er Ástr­ali að nafni Ashley Towns. 

Towns, sem er 21 árs, seg­ir í sam­tali við ABC-frétta­stof­una í Ástr­al­íu að til­gang­ur­inn með þessu hafi verið vekja at­hygli á ör­ygg­is­mál­um. Orm­ur­inn herj­ar aðeins á síma sem eru með Secure Shell Client (SSH) for­ritið upp­sett í sím­an­um, en það ger­ir öðrum for­rit­um kleift að að tengj­ast sím­an­um og breyta stýri­kerf­inu og skjöl­um. 

Rick Astley.
Rick Ast­ley.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert