Umtalsvert magn af frosnu vatni hefur fundist á tunglinu, að sögn bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA. Eykur þetta vonir um að hægt verði að setja upp varanlega bækistöð á tunglinu.
NASA segir, að vatnið hafi fundist í gíg á skuggahlið tunglsins. „Þessi uppgötvun er nýr kafli í skilningi okkar á tunglinu," segir NASA í yfirlýsingu.
Stofnunin sendi nýlega tvö geimför til tunglsins og lét þau brotlenda þar með það að markmiði að rannsaka hvort vatn væri að finna. Annað farið lenti í Cabeus gígnum, nálægt suðurpól tunglsins og var á 9000 km hraða þegar það brotlenti. Fjórum mínútum síðar fylgdi rannsóknarfar í kjölfarið, búið myndavélum og mælitækjum til að mæla rykið, sem þyrlaðist upp við árekstur eldflaugarinnar