Kínversk ofurtölva

Jaguar í Tennessee er sú hraðskreiðasta af þeim öllum.
Jaguar í Tennessee er sú hraðskreiðasta af þeim öllum.

Kínverjar hafa bæst í hóp þeirra örfáu þjóða sem eiga fimm öflugustu tölvurnar í heiminum, svokallaðar ofurtölvur. Kínverska tölvan Tianhe-1 er fimmta hraðskreiðasta tölvan í heiminum á lista sem er gefin út tvisvar á ári yfir 500 ofurtölvur.

Tölvan er staðsett í Kínversku ofurtölvumiðstöðinni í Tianjin. Hún er með 70.000 minniskubbum og getur framkvæmt 563 billjónir útreikninga á sekúndu, að því er segir á fréttavef BBC.

Hún er notuð við jarðolíuleit og ýmsar verkfræðirannsóknir. Hún er t.d. notuð til að búa til hermilíkan við hönnun flugvéla. 

Sú hraðskreiðasta í heiminum kallast Jaguar og er í Bandaríkjunum. Hraði hennar er 1759 petaflop, en eitt petaflop jafngildir 1000 billjónum útreikninga á sekúndu.

Tölvan er í eigu Oak Ridge þjóðarrannsóknarstofnunarinnar í Tennessee. Hún er m.a. notuð til að loftlags- og kjarnorkuútreikninga.

Þrjár af fimm öflugustu tölvum heims eru í Bandaríkjunum. Ein í Þýskalandi og svo eiga Kínverjar þá fimmtu hraðskreiðustu.  Alls eru 277 af 500 öflugustu tölvum heims í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert