„Viagra fyrir konur“ væntanlegt

Viagra er stinningarlyf fyrir karlmen. Flibanserin mun þjóna svipuðum tilgangi …
Viagra er stinningarlyf fyrir karlmen. Flibanserin mun þjóna svipuðum tilgangi fyrir konur, þ.e. að auka kynhvöt þeirra.

Þýska lyfja­fyr­ir­tækið Böhrin­ger Ing­el­heim und­ir­býr nú markaðssetn­ingu nýs lyfs, Flibanser­in, sem er að kalla má nýtt Via­gra fyr­ir kon­ur. Lyfið var fyrst prófað sem þung­lynd­is­lyf en eft­ir að kon­ur sem tóku þátt í rann­sókn­um greindu frá auk­inni kyn­orku við notk­un lyfs­ins var farið í að þróa það áfram sem losta­lyf.

Via­gra varð einnig til eft­ir að hafa verið þróað í öðrum til­gangi upp­haf­lega, þ.e. sem lyf gegn hjarta- og æðasjúk­dóm­um. Að öðru leyti eiga lyf­in lítið sam­eig­in­legt. Greint er frá þessu á þýsku frétta­veit­unni Deutsche Welle.

Flibanser­in er ætlað að hjálpa kon­um á barneign­ar­aldri sem stríða við skort á kyn­hvöt. Í rann­sókn­um sem gerðar voru í Kan­ada, Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um var tvöþúsund kon­um gefið lyfið, eða lyf­leysu, í hálft ár. Kon­ur sem tóku 100 milli­grömm af lyf­inu á dag fundu hjá sér „tals­verða aukn­ingu" í fjöld­an­um á „full­nægj­andi ástar­fund­um" sem þær upp­lifðu og kyn­hvöt sinni.

Talið er lík­legt að fyr­ir­tækið, sem er næst­stærsti lyfja­fram­leiðandi Þýska­lands, geti markaðssett Flibanser­in inn­an þriggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert