Stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafa hótað að fara í mál við markaðsfyrirtækið Usocial . Segja þeir fyrirtækið brjóta á rétti sínum, með því að auðvelda meðlimum Facebook að brjóta skilmála, auk þess sem fyrirtækið brjóti á rétti síðunnar með því að nota veftól til að safna síðum og aðgangsnöfnum í gegnum vefinn og fara inn á síður sem ekki tilheyri Usocial.
Í gegnum Usocial hafa síðunotendur samskiptasíða á við Facebook og Twitter geta fjölgað vinum og „aðdáendum“. Er sem dæmi hægt að kaupa vini á í kippum á Twitter, þar sem pakki af 1.000 vinum fer á um 10.000 krónur en stærsta kippan inniheldur 100.000 manns.
Usocial hafnar því að veftól séu notuð til að safna upplýsingum um síður fólks en hefur þó samþykkt að breyta vinnuaðferðum sínum og segist halda áfram þjónustu sinni. Þá muni það eyða þeim aðgangsupplýsingum sem það hafi safnað og hætta að bjóða Facebook vini til sölu.
Usocial hefur nú sett tilkynningu á vefsíðu sína þar sem fyrirtækið segist ótengt Facebook. Hjá Usocial vilja menn hins vegar ekki útiloka möguleika á að selja þjónustuna í framtíðinni en Facebook yrði þá látið vita áður.
Þetta kemur fram á vef BBC.