Rækta náttúruvænar kindur sem ropa minna

Ekki fylgir sögunni hvort íslenska sauðkindin ropi eins mikið og …
Ekki fylgir sögunni hvort íslenska sauðkindin ropi eins mikið og hin ástralska. mbl.is/Árni Torfason

Ástr­alsk­ir vís­inda­menn hafa lýst því yfir að þeir von­ist til að kyn­bæta sauðkind­ur þannig að þær ropi minna, og hafi þannig síður skaðleg áhrif á hlýn­un jarðar. Vís­inda­menn­irn­ir hafa und­an­farið reynt að ein­angra genið sem veld­ur því að sum­ar kind­ur ropa minna en aðrar, en þeir segja að hjá kind­um stafi mun meiri los­un gróður­húsaloft­teg­unda af ropa en vind­gangi.

BBC seg­ir frá því að um 16% af los­un gróður­húsaloft­teg­unda í Ástr­al­íu staf­ar af land­búnaði og þar af má rekja 66% til me­tangass úr iðrum bú­pen­ings að sögn yf­ir­valda þar í landi. 90% af gasinu sem kind­ur og naut­grip­ir fram­leiði verði til í vömb­inni, og losni út með rop­um en það séu frek­ar hross sem sleppi gróður­húsaloft­teg­und­um um iðrin.

Vís­inda­menn­irn­ir sem rann­sakað hafa met­an­los­un kinda í New South Wales hafa kom­ist að því að því meira sem kind­ur borða því meira ropa þær. En óháð þeirri fylgni þá virðist vera veru­leg­ur mun­ur á milli ein­stak­linga í kinda­hjörðinni. Mark­miðið til lengri tíma er því að rækta kind­ur sem fram­leiði minna met­an.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert