Kemur erfðaefni karla í veg fyrir langlífi?

mbl.is

Genið sem stuðlar að því að karldýr verði al­mennt stærri og kraft­meiri en kven­dýr gæti einnig valdið því einnig að þeir verða ekki eins lang­líf­ir og þær. Þetta kem­ur fram á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Þar er greint frá nýrri rann­sókn sem gerð hef­ur verið á mús­um, sem leiðir í ljós að bæði kyn­in bera um­rætt gen, en það virðist hins veg­ar aðeins verða virkt hjá  karl­kyns dýr­un­um. Rann­sókn­in var gerð við Land­búnaðar­há­skól­ann í Tókýó og eru niður­stöðurn­ar birt­ar í tíma­rit­inu Æxlun manna.

Þó rann­sókn­in hafi aðeins verið gerð á mús­um telja vís­inda­menn­irn­ir, sem að henni standa, að niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar geti einnig átt við um önn­ur spen­dýr, þeirra á meðal mann­inn.

Vís­inda­menn­irn­ir skoðuðu gaum­gæfi­lega mýs sem skapaðar höfðu verið með erfðaefni frá tveim­ur kyn­kyns mús­um en eng­um karl­kyns. Þetta var hægt með því að eiga þannig við kjarn­sýruna (DNA) í músareggi að hún fór að hegða sér líkt og sæðis­fruma. Efn­inu var því næst sprautað inn í annað músaregg full­orðinn­ar kven­kyns músar til þess að skapa fóst­ur.

Af­sprengi þess­ara blöndu voru laus við öll þau gen sem erf­ast frá karldýr­um og lifðu að meðaltali þriðjungi leng­ur en mýs með venju­lega gena­sam­setn­ingu.

Mýsn­ar sem skapaðar voru úr genum tveggja kven­músa voru ívið létt­ari og minni við fæðingu. Hins veg­ar var ónæmis­kerfi þess­ar músa sterk­ara en ella.

Vís­inda­menn telja að gen sem nefnt er Rasgrf1 og erf­ist frá föður til af­kvæm­is sé genið sem hindri lang­lífi.

„Við höf­um lengi vitað að kon­ur lifðu al­mennt leng­ur en karl­menn, nán­ast hvar sem er í heim­in­um. En nú höf­um við fengið staðfest að kynið hef­ur af­ger­andi áhrif á lang­lífi hjá öðrum spen­dýr­um líka,“ seg­ir Tomohiro Kono pró­fess­or sem stjórnaði rann­sókn­inni.

„Menn vissu hins veg­ar ekki af hverju þessi mun­ur stafaði og eins var óvitað hvort lang­lífi spen­dýra erf­ist frá aðeins öðru hvoru eða báðum for­eldr­um. Rann­sókn­in gæti veitt okk­ur slík svör og út­skýrt hvers vegna kon­ur al­mennt virðast lifa leng­ur en karl­ar.“

Vís­inda­menn­irn­ir sem stóðu að rann­sókn­inni benda á að karldýr hafi til­hneig­ingu til þess að leggja áherslu á að styrkja sig lík­am­lega þar sem styrk­ur og stærð auðveldi þeim að finna góðan maka. Á sama tíma sé til­hneig­ing meðal kven­dýra til þess að spara ork­una fyr­ir æxl­un og upp­eldi ungviða sinna.

Kay-Tee Khaw, pró­fess­or og sér­fræðing­ur í öldrun við Há­skól­ann í Cambridge, seg­ir ekki sjálf­gefið að hægt sé að yf­ir­færa rann­sókn­arniður­stöður sem við eiga um mýs yfir á mann­eskj­ur.

„Þetta er áhuga­verðar niður­stöður, en ég tel að ástæður þess að kon­ur og karl­ar lifa mis­lengi séu miklu mun flókn­ari en svo að hægt sé að út­skýra það með einu geni,“ seg­ir Khaw og bend­ir á að mis­mun­andi ævi­lengd kynj­anna hafi þró­ast á löng­um tíma og taki m.a. mið af aðstæðum.


mbl.is/​G. Rún­ar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert