Risaísjaki sunnan við Ástralíu

Borgarísjaki.
Borgarísjaki. mbl.is/Una

Borgarísjaki, sem er næstum tvöfalt stærri en Hong Kong er á reki um 1700 sjómílur suður af Ástralíu. Að sögn vísindamanna er jakinn um 19 kílómetrar í þvermál. Ísjakar af þessari stærð hafa ekki sést á þessum slóðum frá því á 19. öld. 

„Ég hef ekki heyrt um slíka jaka í langan, langan tíma," sagði Neal Young, jöklafræðingur hjá áströsku Suðurskautslandsstofnuninni. „Ég býst við að þeir hafi ekki sést frá því á dögum stóru seglskipanna."

Hann sagði að flatarmál ísjakans væri um 140 ferkílómetrar að stærð. Talið er að jakinn hafi brotnað frá meginísnum á suðurskautinu fyrir um 10 árum og hafi flotið umhverfis álfuna áður en hann hélt í norðurátt. Upphaflega var jakinn 400 ferkílómetrar að stærð en brotnaði síðan í tvennt. Hlutinn, sem nú rekur í átt að Ástralíu hefur verið á úthafinu í um það bil ár.   

Fyrir skömmu fundust tveir stórir borgarísjakar í hafinu talsvert austar og um 100 minni jakar sáust á reki í átt að Nýfundnalandi.   

Young sagði, að ísrek af þessu tagi væri sjaldgæft en yrði væntanlega algengara ef hitastig hafsins hækkar vegna hlýnunar andrúmsloftsins.

Vísindamenn segja, að á undanfarinni hálfri öld hafi sjávarhitinn á suðurskautinu hækkað um 2,5°C, sem er mun meira en að jafnaði í heiminum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert