Segja unglega einstaklinga lifa lengur

Óhætt er að segja að leikarinn Jared Leto sé unglegur …
Óhætt er að segja að leikarinn Jared Leto sé unglegur í útliti, en hann er orðinn 38 ára. Reuters

Ein­stak­ling­ar sem eru með ung­leg and­lit eru lík­legri til að eiga langa ævi held­ur en þeir sem líta út fyr­ir að vera eldri en þeir eru. Dansk­ir vís­inda­menn halda þessu fram eft­ir að hafa rann­sakað 387 tví­bura­pör. Þeir segja að út­lit fólks eitt og sér geti sagt til um ævi­lengd þeirra.

Vís­inda­menn­irn­ir báðu hjúkr­un­ar­fræðinga, kenn­ara­nema og aðra vís­inda­menn til að skoða ljós­mynd­ir af tví­burun­um og giska svo á ald­ur þeirra. Þetta kem­ur fram á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Þar seg­ir að fram komi í Brit­ish Medical Journal að þeir sem voru sagðir vera yngri lifðu alla jafna leng­ur held­ur en bróðir sinn eða syst­ir.

Vís­inda­menn­irn­ir hafa einnig fundið mögu­lega líf­fræðileg­ar skýr­ing­ar á niður­stöðum sín­um. Þeir segja að lyk­ilþætt­ir DNA-erfðaefn­is­ins, sem kall­ast litn­inga­end­ar (e.telom­ere) og segja til um það hversu vel frum­ur geta skipt sér, teng­ist einnig því hversu ung­leg­ir ein­stak­ling­ar líta út fyr­ir að vera.

Stutt­ir litn­inga­end­ar eru sagðir benda til þess að viðkom­andi eld­ist hratt og þá hef­ur þetta verið tengt ýms­um sjúk­dóm­um.Þeir sem litu ung­lega út í rann­sókn­inni voru með lengri litn­inga­enda.

All­ir tví­bur­arn­ir voru á átt­ræðis-, níræðis, og tíðræðis­aldri þegar þeir voru myndaðir.

Rann­sókn­in stóð yfir í sjö ár og fór pró­fess­or­inn Kaare Christen­sen, hjá Sydd­ansk Uni­versitet, fyr­ir henni. Hann seg­ir að því meiri sem mun­ur­inn er á milli tví­bura, því lík­legra sé að sá sem líti út fyr­ir að vera eldri deyi fyrr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka