Draumfari fór á flug í fyrsta skipti

Draumfari, ný tegund farþegaflugvéla Boeing verksmiðjanna, tókst á loft á sjöunda tímanum í dag frá flugvellinum Paine Field, nærri verksmiðju Boeing í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Nokkur fjöldi fólks var saman komin á Paine Field og fagnaði gríðarlega þegar flugvélin hófst á loft.

Óhætt er að segja að Boeing verksmiðjurnar treysti á framleiðslu nýju tegundarinnar, sem nefnist Boeing 787 Dreamliner. Draumfarinn er fyrsta nýja farþegavél Boeing í rúman áratug. Um helmingur vélarinnar er úr koltrefjaefnum og mun vélin nota um 20% minna eldsneyti en aðrar vélar af sambærilegri stærð.  

Miklar tafir hafa orðið á framleiðslu vélarinnar. Til stóð að afhenda fyrstu vélarnar til nýrra eigenda  á síðasta ári en af því verður ekki fyrr en í lok næsta árs.  

55 flugfélög, þar á meðal Icelandair, hafa pantað samtals 840 flugvélar af þessari tegund. 

Boeing 787 flugvél fer í fyrstu flugferðina á vesturströnd Bandaríkjanna …
Boeing 787 flugvél fer í fyrstu flugferðina á vesturströnd Bandaríkjanna nú undir kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert