Reynsluflug nýrrar Boeing 787 Dreamliner farþegaflugvélar gekk vel í kvöld Flugferðin stóð yfir í rúmar þrjár stundir. Um er að ræða fyrstu farþegaflugvél Boeing í 14 ár, sem hönnuð er frá grunni. Hún er að stórum hluta smíðuð úr koltrefjaefnum og er sögð mun sparneytnari en sambærilegar flugvélar.
Til stóð að afhenda fyrstu flugvélarnar til nýrra eigenda á síðasta ári en af ýmsum orsökum hefur framleiðslan tafist og nú er ekki reiknað með að þær verði teknar í almenna notkun fyrr en seint á næsta ári.