Í fyrsta skipti svo vitað sé hefur nú sést til simpansa nota verkfæri til að skera niður matinn sinn í smærri og þægilegri bita áður en þeir borða hann. Simpansar í Nimba fjöllum í Afríkuríkinu Gíneu nota bæði stein- og trésax til að skera niður ávexti.
Áður hefur verið vitað að apar noti verkfæri til að komast að mat sem þeir annars gætu ekki náð, t.d. með því að brjóta skeljar, en simpansarnir í Nimba fjöllunum gera gott betur því þeir nota verkfærin til að verka fæðuna enn frekar og skera hana í bita. Grein um þessa hegðun þeirra er birt í tímaritinu Primates en frá henni er sagt á vef BBC.
Doktorsneminn Kathelijne Koops og prófessorinn William McGew frá Cambridge háskóla fylgdust með simpönsunum. „Simpansar um alla Afríku eru ólíkir þegar kemur að því að nota verkfæri til að ná sér í mat. Sumir nota steina sem hamar og opna hnetuskeljar á meðan aðrir nota trjágreinar til að ná sér í termíta," segir Koops. Notkun apanna á þessum verkfærum er oft furðulega fáguð.
„Sem dæmi má nefna að til að brjóta hnetur nota simpansarnir í Bossou í Gíneu bæði hamar og steðja og auk þess stundum greinar til að gera steðjann stöðugri," segir Koops. Tæknin sem Koops hefur nú greint frá hefur hinsvegar ekki áður verið skrásett.
Við mánaðarlangar rannsóknir fann hún steina sem greinilega höfðu verið notaðir af öpum til að vinna með ávextir af treculia trénu. Ávextirnir eru á stærð við blakbolta og allt að 8,5 kílóa þungir. Þrátt fyrir að hafa ekki harða skel eru þeir eru því of miklir um sig til að simpansar geti náð að bíta í þá og í staðinn hafa þeir því tekið upp á því að skera ná niður í litla bita og týna þá svo upp í sig með góðri list.
This is the first account of chimpanzees using a pounding tool technology to break down large food items into bite-sized chunks rather than just extract it from other unobtainable sources such as baobab nuts, Ms Koops told the BBC.
Frekari rannsóknir hafa hinsvegar leitt í ljós að simpansar í nágrannabyggðinni Seringbara hafa ekki náð að tileinka sér notkun verkfæra með jafn flóknum hætti, sem þykir renna stoðum undir þá kenning að notkun verkfæra sé menningarlega áunnin meðal simpansa.