Nasa velur kandídata í næstu geimferð

Bandaríska geimferðarstofnunin áætlar að halda úti tíðum en sparsömum verkefnum …
Bandaríska geimferðarstofnunin áætlar að halda úti tíðum en sparsömum verkefnum næstu árin. NASA

Bandaríska geimferðastofnunin Nasa hefur nú valið þrjá kandídata til næstu geimferðar. Verkefnin eru af ýmsum toga, markmið eins þeirra er að rannsaka lofthjúp Venusar, sækja brot úr loftsteini og flytja það til jarðar eða sækja grjót frá suðurpóli Tunglsins.

Tillögurnar eru allar liðir í nýrri áætlun Nasa um að halda úti reglulegum en kostnaðarlitlum geimferðum. Þegar hefur verið útvegað fjármagni til nánari útfærslu á verkefnunum og verður „sigurvegari" endanlega valinn um mitt ár 2011.

Kostnaður við vinningsverkefnið má ekki vera meiri en 650 milljón dollarar og skilyrði er að unnt sé að koma því af stað ekki síður en í árslok 2018. Að baki hverri hugmynd standa rannsóknarteymi sem hvert fyrir sig hefur fengið úthlutað 3,3 milljónir dollara til að fullvinna verkefnið næsta árið.

„Þetta eru allt verkefni sem eru spennandi og hvetjandi fyrir unga vísindamenn, verkfræðinga og fyrir almenning," hefur BBC eftir Ed Weiler, starfsmanni Nasa. „Af þeim 8 tillögum sem skilað var til Nasa á þessu ári þá eru þessar þrjár áhugaverðastar miðað við kostnað."

Verkefnið sem verður fyrir valinu verður það þriðja sem farið verður í nýrri geimferðaráætlun Nasa.  Hið fyrsta er ferð til Plútó sem miðað er við að verði farin árið 2015, en vinna við það hófst árið 2006.  Annað verkefnið verður fyrsta geimfarið sem sent verður á sporbaug um Júpíter og verður það sent af stað í ágúst 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert