Rússar vilja bjarga jörðinni

Anatoly Perminov
Anatoly Perminov Mynd/Roscosmos

Yf­ir­maður geim­vís­inda­stofn­un­ar Rúss­lands, Roscos­mos, seg­ir að stofn­un­in vilji vinna að því að eyða loft­steini, sem mun fara nokkr­um sinn­um fram­hjá jörðinni í lít­illi fjar­lægð eft­ir árið 2029.

Anatoly Perm­in­ov sagði rúss­neskri út­varps­stöð frá því í morg­un, að vís­indaráð stofn­un­ar­inn­ar muni halda lokaðan fund til þess að ræða þetta mál. Ef ein­hver áætl­un komi út úr því verði hún lík­lega alþjóðlegt sam­starf.

NASA, geim­vís­inda­stofn­un Banda­ríkj­anna, hef­ur áður gefið það út, að lík­urn­ar á því að loft­stein­inni, sem kallaður er Apophis, lendi á jörðinni árið 2036 séu einn á móti 250.000. Þær lík­ur eru mun minni en áður hafði verið áætlað, en áður var sagt að lík­urn­ar væru einn á móti 45.000. Árið 2029 mun Apophis fara fram­hjá jörðinni í 30.000 kíló­metra fjar­lægð.

Perm­in­ov vildi lítið segja um það hvaða aðferðum væri hægt að segja, en haft var eft­ir hon­um hjá In­terfax frétta­stof­unni að kjarn­orku­sprengj­ur væru ekki hluti af lausn­inni. Aðrar lausn­ir sem fólk hef­ur velt vöng­um yfir eru þær að láta geim­flaug­ar ýta stein­in­um af braut sinni með afli, eða að nota sól­segl, sem not­færa sér sól­vinda, efniseind­ir sem stafa frá sól­inni.

„Líf fólks er í húfi,” sagði Perm­in­ov við út­varps­stöðina Go­los Rossii (Rödd Rúss­lands). „Við ætt­um að setja nokk­ur hundruð millj­ón doll­ar í að byggja kerfi sem myndi gera okk­ur kleift að koma í veg fyr­ir árekst­ur, frek­ar en að sitja og bíða eft­ir því að hann ger­ist og verði hundruðum þúsunda manna að bana.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert