Fjölskrúðugt sjávarlíf í Eyjafirði

Skata stingur glyrnunni upp úr sandinum í Eyjafirði.
Skata stingur glyrnunni upp úr sandinum í Eyjafirði. mynd/Gísli A. Guðmundsson

Fjölskrúðugt sjávardýralíf þrífst nú við við gömlu síldarbræðsluna við Hjalteyri í Eyjafirði. Þar fundust nýlega leifar af krana, sem sökk  í óveðri árið 1980. Kraninn er á frá 3 til 11 metra dýpi og veitir fjölda dýrategunda skjól. 

Gísli A. Guðmundsson, kafaði við Hjalteyri í gærkvöldi ásamt Erlendi Guðmundssyni, félaga sínum, í næturköfun við Hjalteyri. Segir hann að það hafi verið sérstök upplifun því ljósáta í ómældu magni sótti fast í ljós kafaranna og varð til þess að þorskseyði, marhnútar og krabbar fóru einnig að sækja í ljósin og stungu sér í mergðina.
 
„Þó var eitt sem varpaði skugga á köfunina en það var marhnútur með afskorinn aftursporð; enn eitt dæmið um grimmd og hugsunarleysi mannskepnunar þessa daganna. Marhnúturinn lét fötlun sína þó ekki á sig fá og gleypti ljósátuna í sig af mikilli græðgi," skrifar Gísli í pósti til mbl.is.

Myndasíða Gísla á Flickr

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert