Fyrsta kvikmyndin gerð af öpum

Simpansi
Simpansi AP

Heims­ins fyrsta kvik­mynd sem al­farið er tek­in upp af simpöns­um verður brátt frum­sýnd á BBC sem liður í heim­ilda­mynd um nátt­úru­fræði. Simp­ans­arn­ir sköpuðu kvik­mynd­ina með sér­hannaðri, simp­ansa­heldri kvik­mynda­töku­vél sem þeir fengu frá prímata­fræðing­um.

Hug­mynd­in er sú að rann­saka hvernig simp­ans­ar skynja heim­inn en að baki henni stend­ur vís­indamaður­inn Betsy Her­rel­ko. Hún tók sér 18 mánuði í að kynna tækni kvik­mynda­tök­unn­ar fyr­ir hópi 11 simp­ansa í dýrag­arðinum í Ed­in­borg.  Þrátt fyr­ir að simp­ans­arn­ir hafi aldrei tekið þátt í vís­inda­rann­sókn áður sýndu þeir fljótt mik­inn áhuga á kvik­mynda­gerð, að sögn BBC.

Simpöns­un­um var fyrst kennt að nota snerti­skjá til að geta valið á milli mis­mun­andi mynd­skeiða. Þeim var svo af­hent mynda­vél í simp­ansa­held­um kassa, en ofan á hon­um var skjár sem sýndi það sem mynda­vél­inni var beint að. Á snerti­skján­um gátu simp­ans­arn­ir valið á milli nokk­urra mynd­skeiða sem sýndu m.a. svæðið í kring­um búrið þeirra og starfs­fólkið út­búa mat­inn þeirra. Þeir virt­ust hins­veg­ar ekki hafa meiri áhuga á ákveðnum mynd­skeiðum um­fram önn­ur.

Smám sam­an byrjuðu simp­ans­arn­ir svo að leika sér með mynda­vél­ina og bera hana með sér um­hverf­is búrið sitt og fylgd­ust þeir grannt með því hvernig nýj­ar mynd­ir birt­ust um leið á skján­um og fannst þeim það mun áhuga­verðara en mynd­skeiðin sem voru þar fyr­ir.

Ólík­legt er talið að simp­ans­arn­ir hafi vís­vit­andi reynt að festa ákveðna hluti á filmu eða að þeir hafi yf­ir­höfuð haft skiln­ing á því að þeir væru að búa til kvik­mynd. Rann­sókn­in þykir engu að síður at­hygl­is­verð fyr­ir að gefa til kynna hvernig simp­ans­ar sjá heim­inn, auk þess sem hún fer án efa í sögu­bæk­urn­ar sem fyrsta apa­gerða kvik­mynd­in.

Sjá má brot úr kvik­mynd­inni á vef BBC, en mynd­in verður frum­sýnd á BBC Two á miðviku­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert